top of page

Sýningarárið 2021

Árið 2021 mættum við með Hope á 3 sýningar og Ölmu á 4, þær stóðu sig frábærlega vel.


Great North Golden Sunshine Hope varð BOS 21. ágúst dómari var Sóley Halla Möller, hún varð svo BOB 22.08 og 2 í grúbbu, dómari var Jose Miguel Doval Snchez, geggjaður árangur hjá Hope. Hún mætti svo aftur til leiks á Winter Wonderland sýninguna í nóvember og varð önnur besta tík á eftir Ölmu bestu vinkonu sinni, dómari var SVein Bjarne Helgesen.

Zampanzar Apple Blossom "Alma" fór á 4 hundasýningar árið 2021. Alma varð önnur besta tík 21. ágúst, þar sem dómari var Sóley Halla Möller, hún varð svo 3. besta tík 22.08 þar sem dómari var Jose Miguel Doval Snchez. Alma mætti svo á deildarsýninguna 18.09 og varð þar einnig 2. besta tík, dómari var Sven Slettedal. Það var svo á Winter Wonderland sýningunni í nóvember sem Alma, þá ekki orðin 2 ára, gerði sér lítið fyrir og varð besti hundur tegundar og 3. besti í grúbbu 8, dómari var Svein Bjarne Helgese. Alma endaði svo árið á því að verða stigahæsti golden retriever á sýningum hjá Retrieverdeildinni, sérlega glæsilegur árangur hjá þessari ungu tík!!


Featured Posts
Recent Posts
Search By Tags
No tags yet.
Follow Us
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page