top of page

Deildarviðburður Retrieverdeildarinnar

Frábær helgi að baki hjá Retrieverdeildinni, við hjá GNG tókum þátt í öllum viðburðunum þar sem Stormur var í aðalhlutverki. Stormur byrjaði á því að taka þátt í vinnuprófi (WT) á föstudeginum þar sem hann endaði með 74 stig eða 0-19-20-20-15 eða 74/100 og endaði sem stigahæsti hundur í opnum flokki en þar sem hann fékk 0 á einni braut þá fékk hann ekki sæti. Ótrúlega skemmtileg keppni hjá dómaranum Magnus Anslokken frá Noregi.

Á laugardeginum var hundasýning og þar endaði Stormur sem annar besti rakki og Guttormur þriðji besti rakki og báðir með meistaraefni. Cesar og Hope mættu líka til leiks og fengu virkilega fína umsögn frá Austurríska dómaranum Claudia Berchtold, en þar sem henni þótti unglingarnir frekar of mjúkir í holdum gaf hún þeim VG.

Á sunnudeginum tók svo Stormur þátt í sínu fyrsta veiðiprófi á árinu og stóð hann sig frábærlega vel í mjög svo krefjandi og skemmtilegu prófi hjá dómaranum Magnus Anslokken, Stormur fékk 3. einkunn í opnum flokki og endaði í 3. sæti í samanlöguðum árangri (veiðipróf + hundasýning) yfir helgina.


Featured Posts
Recent Posts
Search By Tags
No tags yet.
Follow Us
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page