Meistarakeppni Retrieverdeildarinnar
Stormur og Svava tóku þátt í Meistarakeppni Retrieverdeildarinnar laugardaginn 22. október og enduðu í 3. sæti í opnum flokki (minna vanir). Þau byrjuðum mótið ekkert allt of vel en enduðum með stæl. Þetta var í fyrsta skiptið svona eiginlegt vinnupróf (working test) er haldið hér á landi og virkilega gaman að taka þátt í því.
Laugardaginn 8. október tóku þau þátt í veiðiprófi í Ölfusinu þar sem dómari var Sigurður Magnússon, var þetta í annað sinn sem þau tóku þátt í opnum flokki og enduð með 3. einkunn og voru best í opnum flokki. Prófið gékk vel og með smá heppni hefði þau getað landað betri einkunn. Hlökkum til næsta sumars þá komum við reynslunni ríkari í vinnu og veiðiprófin!