Alma að standa sig ótrúlega vel á sýningum í mars, maí og júní 2022
Alma og Hope mættu saman á fyrstu sýningu ársins sem var 6. mars, dómari var Børge Espeland frá Noregi en hann er golden retriever ræktandi, Alma varð besti hundur tegundar og annar besti hundur í grúbbu 8, Hope varð önnur besta tík tegundar á eftir vinkonu sinni. Þetta var fyrsta sýningin hjá Ölmu eftir að hún varð 2 ára í desember og með þessum árangri varð hún nýr íslenskur sýningarmeistari sem er frábær árangur hjá þessari ungu tík.
Í maí var haldin deildarsýning hjá Retrieverdeildinni, dómari var Liam Moran frá Írlandi, Alma varð besta tík tegundar og Hope þriðja besta tík, ótrúlega sáttar með þennan flotta árangur hjá þeim vinkonunum.
Helgina 11.-12. júni var haldin alþjóðleg og Reykjavík Winner 2022 sýning í Hafnarfirði, dómari var Marie Petersen frá Danmörku. Við skráðum einungis Ölmu til leiks og gerði hún sér lítið fyrir og varð besti hundur tegundur og er núna komin með nafnbótina Reykjavík Winner 2022!!
Comments