Frábær árangur á sumarsýningum HRFÍ hjá Hope og Cesar!
Í júní var haldin tvöföld sýning, fyrri daginn var Reykjavík Winner 2019 og þá gerðu þau Hope og Cesar sér lítið fyrir og urðu BOB og BOS og fengu titilinn RW-19, Hope varð svo 3. í grúbbu 8, glæsilegur árangur hjá þeim systkinunum !!
Seinni daginn var alþjóðleg sýning og og þá gerði Cesar sér lítð fyrir og varð aftur besti rakki tegundar og BOS, frábær árangur hjá guttanum !
Í ágúst var aftur haldin tvöföld sýning og í þetta skiptið afmælissýning þar sem félagið er 50 ára, aftur náðu Hope og Cesar frábærum árangri, fyrri daginn var NUK - sýning og þá varð Hope BOB og Cesar BOS, pabbi þeirra tók líka þátt í og varð besti öldungur og annar besti rakki á eftir syni sínum, glæsilegur árangur hjá þeim feðginunum!
Seinni daginn var alþjóðleg sýning og þá náði Hope þeim glæsilega árangri að verða aftur BOB og BOG1 eða besti hundur í grúbbu 8!! Cesar stóð sig líka frábærlega og varð annar besti rakki með alþjóðlegt meistarastig, Stormur tók einnig þátt og varð 4. besti rakki.
Ótrúlega góður árangur hjá þessum ungu hundum á þessum sumar sýningum og náðu þau Hope og Cesar að verða íslenskir sýningarmeistarar á sinni fyrstu sýningu eftir 2 ára og það sama daginn!


