top of page
Search

Góður árangur á sýningum og veiðiprófum árið 2018!

  • svava guðjónsdóttir
  • Dec 31, 2018
  • 1 min read

Við erum ótrúlega ánægð og stolt af árangri hundanna okkar á sýningum, veiðiprófum og vinnuprófum á árinu 2018. Fjórir Great North Golden hundar, Guttormur, Hope, Jökull og Cesar, náðu að verða BOB og/eða BOS á sýningum og Stormur náði 1. einkunn í opnum flokki á veiðiprófi!

Guttormur eða Great North Golden Mount Beluka byrjaði árið á því að verða besti rakki tegundar (BOS) og besti öldungur og þá um leið fékk hann öldungameistaratitilinn sinn, á sömu sýningu varð dóttir hann Hope besti hvolpur tegundar og fjórði besti hvolpur sýningar!

Afkomendur Gottorms og Sólar úr sama goti tóku svo við á árinu og náði Great North Golden Sunshine Hope tvisar sinnum að verða BOB og einu sinni BOS einnig náði hún að verða ungliðameistari og RW-18, hún var einnig stigahæsti Golden ungliði ársins og annar stigahæsti Golden ársins. Great North Golden Belukha Power "Jökull" náði einnig að verða BOB, BIG-4 og BOS á árinu og að verða ungliðameistari og RW-18, Great North Golden Belukha Prime "Cesar" endaði svo árið með því að verða BOB og BIG-4 á seinustu sýningu ársins. Við erum eiginlega orðlaus og þakklát yfir þessum árangri hjá þessum systkinum og pabba þeirra!

Stormur eða Dewmist Glittern Glance náði mögnuðum árangri á árinu bæði í veiðiprófum og vinnuprófum, hann gerði sér lítið fyrir og fékk 1. einkunn í opnum flokki í veiðiprófi og 92/100 stig í vinnuprófi (WT) hann var einnig tvisvar kosinn besti hundur í sínum flokki og stigahæsti hundur í opnum flokki í vinnuprófi.


 
 
 

Commentaires


Featured Posts
Recent Posts
Search By Tags
Follow Us
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square

© 2014 Great North Golden. Proudly created with Wix.com

allir hvolparnir saman

allir hvolparnir saman

Snúlli

Snúlli

Dinner for 10

Dinner for 10

sopinn er góður

sopinn er góður

gott að leggja sig

gott að leggja sig

er til meira krútt

er til meira krútt

hæ !

hæ !

kúrum saman

kúrum saman

með mömmu sinni

með mömmu sinni

mikið sofið

mikið sofið

Allir út að borða

Allir út að borða

kúrum saman

kúrum saman

hvað er fallegra

hvað er fallegra

hvað er nú þetta??

hvað er nú þetta??

Grace og Guttormur

Grace og Guttormur

hvað segir þú??

hvað segir þú??

duglegur með dummy

duglegur með dummy

himmm þetta er bara nokkuð gott

himmm þetta er bara nokkuð gott

ha, á maður að sitja á kollinum??

ha, á maður að sitja á kollinum??

sæta mús

sæta mús

ég er að spá í að leggja mig hér ;)

ég er að spá í að leggja mig hér ;)

ohhh hvað maður hefur það gott :)

ohhh hvað maður hefur það gott :)

hæ......

hæ......

aðeins að bragða á þessu!

aðeins að bragða á þessu!

gott að kúra aðeins uppí

gott að kúra aðeins uppí

og líka gott að kúra við útihurðina

og líka gott að kúra við útihurðina

gott að naga

gott að naga

ennnn best er að kúra saman :)

ennnn best er að kúra saman :)

bottom of page