Cesar besti hundur tegundar á Winter Wonderland
Frábær árangur hjá Cesar á Winter Wonderland NUK hundasýningunni 24 nóvember, dómari var Eva Nielsen frá Svíþjóð.
Great North Golden Belukha Prime "Cesar" varð besti hundur tegundar (BOB), með meistaraefni, meistarastig, NUK stig, ungliðameistarastig og Crufts qualification, hann endaði þessa frábæru sýningu á því að verða 4. í grúbbu 8.
Great North Golden Sunshine Hope mætti einnig til leiks og fékk excellent og varð 3. í ungliðaflokki.
Þar sem Steinunn gat ekki farið með Cesar til að keppa í grúbbu þá var Hafdís Jóna Þórarinsdóttir svo yndisleg að hlaupa með Cesar stóra hringinn, þúsund þakkir kæra Hafíd Jóna!