top of page

Seinasta veiðipróf ársins

ISCh Dewmist GlitterN Glance og Svava tóku þátt í seinasta veiðiprófi ársins að Draugatjörn laugardaginn 22. september. Ótrúlega skemmtilegt og krefjandi próf, þar sem Stormur náði 2. einkunn og var valinn besti hundur í flokki, dómari var Sigurður Magnússon. Enn og aftur þá hefur Stormur sannað sig á veiðiprófum og erum við ótrúlega stoltar af þessum árangri hans.

Hér fyrir ofan er Stormur ásamt bestu hundum í sínum flokki, stjórnendum, dómara, fulltrúa HRFÍ og prófstjóra.

Frá vinstri: Þórhallur Atlason prófstjóri, Margrét Pétursdóttir fulltrúi HRFÍ, Heiðar Sveinsson með Heiðarbóls Dimmu besti hundur í BFL, Svava með Storm besti hundur í OFL, Ingólfur Guðmundsson með Ljósavíkur Nínó besti hundur í ÚFL-b, Sigurður Magnússon dómari.

Við þökkum Retrieverdeildinni fyrir skemmtilegt sumar og hlökkum til að taka þátt á næsta ári!


Featured Posts
Recent Posts
Search By Tags
No tags yet.
Follow Us
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page