Tvöföld hundasýning 24. og 25. júní
Guttormur (ISShCh Great North Golden Mount Beluka) dustaði rykið af sýningartaumnum og mætti til leiks á alþjóðlegu hundasýninguna sunnudaginn 25. júní og gerði sér lítið fyrir og varð annar besti rakki með V-CACIB og þar sem rakkinn sem varð í 1. sæti er orðinn alþjóðlegur meistari þá fær Gutti stigið sem er seinasta stigið sem hann vantaði til þess að titla sig sem alþjóðlegan meistara.
Næst mun Guttormur mæta til leiks á sýningu sem öldungur þar sem hann vantar bara 2 mánuði í að verða 8 ára gamall.
Stormur var skráður til leiks þennan sama dag, í fyrsta skipti í vinnuhundaflokki, og fékk hann excellent og meistaraefni og endaði sem 4. besti rakki tegundar.

Laugardaginn 24. júní var haldin Reykavík Winner og þar var Stormur einn skráður til leiks af okkur hundum og endaði hann annar í meistaraflokki með excellent.
Virkilega gaman að fylgjast með afkvæmum hundanna okkar og barnabörnum á þessum báðum sýningum, þar ber hæst að tíkurnar ISShCh Skottís Príma Ösp sem er dóttir Josh - og er í eigu Guðna og Ástu varð besta tík tegundar á Reykjavík Winner 2017 og dóttir Guttorms ISShSH Perlugull Lady sem er í eigu Helen B. Traustadóttur varð önnur besta tík báða dagana.