Standelbec Gabriella "Gaby" 12 ára í dag!
Drottningin á heimilinu Standelbec Gabriella "Gaby" er 12 ára í dag!!
Í tilefni dagsins var blásið til veislu og allir fengu eitthvað gott, bæði hundar og fólk. Við erum afsakaplega heppin að hafa fengið hana Gaby til okkar frá Bretlandi, hún er sérlega hlýðin og prúður hundur og einstaklega ljúf og góð. Elsku Gaby okkar innilega til hamingju með daginn og við óskum þess heitast að fá að hafa þig hjá okkur í mörg ár í viðbót.
