Sól Norðurljósa meistari

Nýr titill bættist í safnið hjá Heatwave Little Miss Sunshine "Sól" eftir seinustu sýningu, núna var það Norðurljósa meistari. Til gamans þá eru titlarnir hennar sem hér segir:
C.I.E. Alþjóðlegur sýningarmeistari
ISShCh Íslenskur sýningarmeistari
RW-14 Reykjavík Winner 2014
RW-15 Reykjavík Winner 2015
NLM Norðurljósa meistari
C.I.E. ISShCH RW-14 RW-15 NLM Heatwave Little Miss Sunshine "Sól"
Þess má einnig geta að hún var hefur náð því líka að vera stigahæsti Golden Retrieverdeildarinnar árið 2014, 2015 og árið 2016.