Tvöföld sumarsýning HRFÍ
- svava guðjónsdóttir
- Jul 27, 2015
- 1 min read

Frábær sýningarhelgi að baki þar sem hundarnir okkar stóðu sig betur enn nokkru sinni fyrr.
Reykjavík Winner 2015, dómari; Joakim Ohlsson frá Svíþjóð:
ISShCh RW-14 Heatwave Little Miss Sunshine "Sól" besti hundur tegundar (BOB) - svo gerði hún sér lítið fyrir og varð besti hundur í grúbbu 8 (BIG) og keppti til úrslita sem besti hundur sýningar, algjörlega frábær árangur hjá þessum sólargeisla!

ISShCh RW-13-14 Dewmist Glitter´n Glance "Stormur" varð besti rakki tegundar (BOS).
C.I.E. ISShCh Standelbec Gabriella "Gaby" önnur besta tík og besti öldungur tegundar (BÖT), síðar um daginn gerði hún sér lítið fyrir og varð þriðji besti öldungur sýningar(BÖS3)!!

Við gerum gjörsamlega í skýjunum með þennan frábæra árangur hjá hundunum okkar á þessari sýningu!!!
Alþjóðleg hundasýning, dómari Antonio Di Lorenzo frá Noregi:
C.I.E. ISShCh Standelbec Gabriella "Gaby" varð besta tík tegundar (BOS), besti öldungur tegundar (BÖT) og annar besti öldungur sýningar (BÖS2)!!!!!
ISShCh RW-14 Heatwave Little Miss Sunshine "Sól" önnur besta tík tegundar með CACIB.
ISShCh RW-13-14 Dewmist Glitter´n Glance "Stormur" annar besti rakki með V-CACIB.
ISShCH Great North Golden Mount Beluka "Guttormur" þriðji besti rakki tegundar.

Comments