Deildarviðburður Retrieverdeildar
Frábær hundasýning og veiðipróf að baki hjá ISShCH RW-14, RW-13 Dewmist Glitter'N Glance "Stormi" hann náði 3. einkunn á sínu fyrsta veiðiprófi hjá Ole J. Andersen frá Noregi og gerði sér svo lítið fyrir og varð besti rakki tegundar á deildarsýningu Retrieverdeildar þar sem dómari var Philippe Lammens frá Belgíu.

RW-14 ISShCh Heatwave Little Miss Sunshine "Sól" varð önnur besta tík með meistaraefni.
C.I.E. ISShCH Standelbec Gabriella "Gaby" varð 3. besta tík og besti öldungur tegundar með meistaraefni.
Great North Golden Arcticwolf "Virgill" varð 3. í opnum flokki með Excellent.

Besti hundur tegundar varð Perlugull Lady en hún er dóttir Great North Golden Mount Beluka "Guttorms" og barnabarn C.I.E. ISShCH Standelbec Gabriella sem barð besti öldungur tegundar, Lady varð einnig íslenskur sýningarmeistari á þessari sýningu. Við erum sérlega stoltar af þessari fallegu tík og afkomanda okkar ræktunnar, innilegar hamingjuóskir til Helenar vinkonu okkar, ræktanda og eiganda Lady!!
Hér er mynd af Lady (2 1/2 árs) og Gaby (10 ára), nokkuð góður svipur með þeim finnst okkur!

Kristín Jóna Símonardóttir tík þessar frábæru myndir af Stormi í veiðiprófinu



Stormur BOS

Stormur

Sól, önnur best tík tegundar

Gaby besti öldungur tegundar

Gaby
