top of page

Frábær afmælissýningarhelgi að baki

Við hjá GNG áttum frábæra helgi með hundunum okkar og vinum.

Fyrri daginn eða 21. júní fór fram Reykjavík Winner og þar varð Stormur besti hundur tegundar og Sól besta tík og fengu þau bæði titilinn Reykjavík Winner 2014. Grace gerði sér lítið fyrir og varð önnur besta tík og þar með nýr íslenskur sýningarmeistari!!

Eyja varð þriðja besta tík og fékk meistaraefni, Gaby jr. fékk excellent, Josh varð þriðji besti rakki með meistaraefni og Virgill fékk very good.

Seinni daginn 22. júní fór fram alþjóðleg meistarasýning og þar gerði Sól sér lítið fyrir og varð besti hundur tegundar og hún fékk einnig alþjóðlegt meistarastig, Grace varð aftur önnur besta tík og fékk íslenskt meistarastig og vara alþjóðlegt meistarastig, Gaby varð þriðja besta tík og besti öldungur og meistaraefni, Eyja fékk exellent og Gaby jr. fékk einnig excellent. Guttormur fékk meistaraefni og varð þriðji besti rakki, Stormur fékk excellent og Virgill fékk very good.

Ótrúlega skemmtileg helgi að baki og árangurinn hjá okkur hundum svakalega góður og erum við mjög stolt og hrærð með þennan árangur!

Innilega til hamingju allir er að hundunum koma!


Featured Posts
Recent Posts
Search By Tags
No tags yet.
Follow Us
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page