top of page

Grace í veiðipróf

Svava fór með Grace í veiðipróf þriðjudaginn 14. maí, sem var þeirra fyrsta próf á þessu sumri

Próf gekk ekki nógu vel hjá þeim stöllum og enduðu aftur með 3. einkunn sem er töluvert svekkjandi eftir alla vinnuna í vetur.

Dómari Sigurður Magnússon.

Niðurstaðan er eftirfarandi:

Frjáls leit: Fer yfir svæðið, en mætti vera skipulagðari, finnur alla fugla.

Hraði: Jafn hraði allt prófið.

Úthald: Gott.

Nef: Gott.

Fjarlægðarstjórnun: Fer eftir bendingum stjórnanda.

Staðsetningareiginleiki: Góður bæði á landi og vatni.

Skotstöðuleiki: Mjög stöðug.

Sóknarvilji: Hikar á fuglum, þarf hvatningu stjórnanda við að taka fugl.

Meðferð á bráð: Ekki í lagi, sleppur flestum fuglum.

Sundhæfni: Syndir vel.

Vinnuvilji í vatn: Ákveðin í vatn.

Samstarfsvilji: Hælganga í lagi, mætti vera í betra sambandi við stjórnanda.

Umsögn:Tík sem fer í vinnuna sína á jöfnum hraða, en mætti sýna betri sóknarvilja. Meðferð á bráð ekki viðunandi. Kemur þó með alla fugla heim. Gott vinnueðli.


Featured Posts
Recent Posts
Search By Tags
No tags yet.
Follow Us
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page