top of page

Þá er búið að mynda olnboga og mjaðmir hjá öllum hundunum úr B-gotinu okkar

Við erum mjög ánægð að geta sagt frá því að allir okkar hundar úr B-gotinu eru myndaðir og eru niðurstöðurnar eftirfarandi:

6 hundar: 11 mjaðmir eru A ein er C og 9 olnbogar eru A og ein er C.

Því miður þá höfum við ekki fengið niðurstöður og einni olnbogamyndatökunni þrátt fyrir að myndirnar hafa verið sendar aftur út og margar ítrekanir bæði til HRFÍ og til Noregs!

Þess má einnig geta að hundurinn sem fékk eina C mjöðm lenti í slysi þar sem mjaðmakúlan fór úr lið og allir vöðvar og sinar sem héldu henni slitnuðu frá, sem útskýrir að við teljum C-ið.

Til gamans þá voru niðurstöður eftirfarandi úr A gotinu okkar: 7 hundar (einn hefur ekki verið myndaður): 13 mjaðmir eru A og ein C og 14 olnbogar A!!

Við erum gríðarlega ánægð með þessa niðurstöður , til hamingju allir er málið varðar!


Featured Posts
Recent Posts
Search By Tags
No tags yet.
Follow Us
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page